Bóka tíma
þriðjudagurinn 1. nóvember 2011

Bílaverkstæði SB 5ára

Í dag 1. nóvember 2011 er Bílaverkstæði SB 5 ára. Af því tilefni er heitt á könnunni fyrir þá sem vilja kíkja við.

 

Haustið 2006 keypti Laugi ehf. tækjabúnað og húsnæði að Sindragötu 3, Ísafirði. Laugi ehf. er í eigu Sigurlaugs Baldurssonar og Margrétar R. Hauksdóttur. 1.nóvember sama ár var opnað Bílaverkstæði SB í húsnæðinu og hefur verið starfrækt þar síðan. Í upphafi unnu hjá fyrirtækinu fjórir menn, auk eigenda, þ.e. þrír á gólfi við viðgerðir og einn í móttöku/lager. Í dag vinna hjá fyrirtækinu auk eigenda, fjórir menn við viðgerðir, einn í mótöku /lager og hálf staða á skrifstofu.


Bílaverkstæði SB þjónustar bíla frá níu bílaumboðum, Heklu, Ingvar Helgason, B&L, Brimborg, Kraft, Bílabúð Benna, Öskju, Bernhard og Klett. Fyrirtækið hefur yfir að ráða 9 bilanagreinum fyrir hinar ýmsu bílategundir. Fyrirtækið hefur fjárfest í hjólastillitæki sem væntanlega verður komið í notkun um áramót. Þann 28. Október 2011 var undirritað við bílaumboðið Hekla samningur um þjónustu á Skoda, Wolkswagen og Mitsubishi bifreiðum, sem veitir verkstæðinu beinan aðgang að miðlægum gagnagrunni í Þýskalandi, að tæknimönnum þar og tæknimönnum Heklu varðandi öll þjónustuatriði sem tengjast þessum bílum.

Bílaviðgerðir

Verkstæði okkar er vel tækjum búið og annast allar þjónustuskoðanir og almennar viðgerðir.

Hjólbarðaverkstæði

Vönduð dekk á hagstæðu verði. Láttu okkur skipta um dekkin undir bílnum þínum.

Smurþjónusta

Regluleg endurnýjun smurolíu er ódýrasta og hagkvæmasta tryggingin fyrir góðri endingu bílvélar.

Varahlutasala

Við kappkostum að eiga alla algengustu varahluti á lager en sérpöntum einnig alla aðra varahluti frá birgjum okkar.