Bóka tíma
miðvikudagurinn 10. apríl 2013

Laugi ehf. 35 ára

Erum 35 ára í  dag þann 10. Apríl 2013


10. apríl 1978 keyptu Sigurlaugur Baldursson og Margrét R. Hauksdóttir fyrsta vörubílinn.  Þetta var M. Benz .  Fljótlega var Benzinn endurnýjaður og nú var keyptur Volvo.  Á næstu árum voru keyptir nokkrir Volvo bílar. En árið 1992  varð breyting á og keypt  var Man bifreið.  Síðan hefur Man tegundin verið ráðandi. Árið 1984  var fyrsti kraninn keyptur á vörubílinn.  Árið 2001 var keyptur Grov kranabifreið og til að auka fjölbreytning var árið 2006  keyptur Benz körfubíll, og var hann einkum keytpur til að þjóna Orkubúi  Vestfjarða vegna götulýsingu í sveitafélaginu. Nú síðast bættist síðan Benz bílaflutningabíll í flotann.  Ýmis verkefni hafa verið unnin og yrði of langt mál að telja það allt upp.  Áhersla hefur alltaf verið lögð á að útbúa tæki  og tól til að auðvelda vinnuna og hafa þau í öllum  tilfellum verið hönnuð og smíðuð í heimabyggð.

Árið 2002 var stofnað einkahlutafélagið Laugi ehf. utan um starfsemina og verið rekið í því nafni síðan

Haustið 2006 keypti Laugi ehf.  fasteignina að  Sindragötu 3, Ísafriði fyrir aðstöðu fyrir reksturinn  og frá 1. nóvember 2006 hefur verið rekið Bílaverkstæði Sigurlaugs Baldurssonar í því húsin.

Bílaviðgerðir

Verkstæði okkar er vel tækjum búið og annast allar þjónustuskoðanir og almennar viðgerðir.

Hjólbarðaverkstæði

Vönduð dekk á hagstæðu verði. Láttu okkur skipta um dekkin undir bílnum þínum.

Smurþjónusta

Regluleg endurnýjun smurolíu er ódýrasta og hagkvæmasta tryggingin fyrir góðri endingu bílvélar.

Varahlutasala

Við kappkostum að eiga alla algengustu varahluti á lager en sérpöntum einnig alla aðra varahluti frá birgjum okkar.