Bóka tíma
Við kynnum fyrirtæki september mánaðar:
Bílaverkstæði SB ehf. Sindragötu 3, Ísafirði hóf störf 1. nóvember 2006 Ári síðar, eða október 2007 var opnað hjólbarðaverkstæði samhliða bílaverkstæðinu.
Bílaverkstæðið sér um viðgerðir og þjónustu fyrir allar gerðir bíla, stóra sem smáa. Viðgerðir á stórum bílum, vörubílum og rútum, hefur aukist til muna síðustu árin. Einnig tökum við að okkur viðgerðir á vinnuvélum (lyfturum, traktorum o.fl.). Við erum ávallt að bæta þekkingu starfsmanna okkar ásamt því að við tileinkum okkur nýjustu tækni fyrir bifreiðir hverju sinni. Við erum með sérhæfð verkfæri og tölvubúnað til að sjá um bilanagreiningu og viðgerðir og gerum okkur far um að uppfæra búnað og sérverkfæri samkvæmt kröfum framleiðanda til að þjónusta þá bíla sem eru á markaði, eftir því sem við höfum tök á. Við erum með 6 bílalyftur, þar af eina sem lyftir stórum bílum. Við sjáum um rúðuskipti og rúðuviðgerðir fyrir tryggingarfélögin.
Samhliða verkstæðinu rekum við varahlutaverslun þar sem til eru helstu varahlutir til viðgerða, en útvegum alla varahluti sem ekki eru til á lager með stuttum fyrirvara (þ.e. ef varan er til á landinu). Við mælum með að notaðir séu viðurkenndir varahlutir til viðhalds og viðgerða á bílum.
Á smurstöð okkar veitum við smurþjónustu fyrir allar gerðir bíla. Á síðasta ári tókum við í notkun nýtt hjólastillitæki. Á hjólbarðaverkstæðinu fer fram öll almenn dekkjaþjónusta og dekkjasala. Við bjóðum uppá hraðþjónustu í smurningu, peruskiptum og skipti á þurrkublöðum. Einnig bjóðum við uppá neyðarþjónustu eftir hefðbundinn opnunartíma.
Í dag eru 7 ½ stöðugildi hjá Bílaverkstæði SB ehf. Þar af eru 5 stöðugildi við viðgerðir, með verkstjóra, eitt stöðugildi er á lager/verlslun og 1 ½ stöðugildi á skrifstofu.
http://www.bilaverkstaedisb.is/
Erum einnig á facebook
mánudagurinn 15. apríl 2013

Heimsókn

1 af 4

Fengum góða heimsókn í morgun.

Börn úr öðrum bekk Grunnskóla Ísafjarðar  komu í heimsókn og skoðuðu af miklum áhuga hvernig gera á við bíla og skipta um dekk.  Falleg og kurteis börn. 

Takk fyrir komuna.

miđvikudagurinn 10. apríl 2013

Laugi ehf. 35 ára

Erum 35 ára í  dag þann 10. Apríl 2013


10. apríl 1978 keyptu Sigurlaugur Baldursson og Margrét R. Hauksdóttir fyrsta vörubílinn.  Þetta var M. Benz .  Fljótlega var Benzinn endurnýjaður og nú var keyptur Volvo.  Á næstu árum voru keyptir nokkrir Volvo bílar. En árið 1992  varð breyting á og keypt  var Man bifreið.  Síðan hefur Man tegundin verið ráðandi. Árið 1984  var fyrsti kraninn keyptur á vörubílinn.  Árið 2001 var keyptur Grov kranabifreið og til að auka fjölbreytning var árið 2006  keyptur Benz körfubíll, og var hann einkum keytpur til að þjóna Orkubúi  Vestfjarða vegna götulýsingu í sveitafélaginu. Nú síðast bættist síðan Benz bílaflutningabíll í flotann.  Ýmis verkefni hafa verið unnin og yrði of langt mál að telja það allt upp.  Áhersla hefur alltaf verið lögð á að útbúa tæki  og tól til að auðvelda vinnuna og hafa þau í öllum  tilfellum verið hönnuð og smíðuð í heimabyggð.

Árið 2002 var stofnað einkahlutafélagið Laugi ehf. utan um starfsemina og verið rekið í því nafni síðan

Haustið 2006 keypti Laugi ehf.  fasteignina að  Sindragötu 3, Ísafriði fyrir aðstöðu fyrir reksturinn  og frá 1. nóvember 2006 hefur verið rekið Bílaverkstæði Sigurlaugs Baldurssonar í því húsin.

Bílaviđgerđir

Verkstæði okkar er vel tækjum búið og annast allar þjónustuskoðanir og almennar viðgerðir.

Hjólbarđaverkstćđi

Vönduð dekk á hagstæðu verði. Láttu okkur skipta um dekkin undir bílnum þínum.

Smurţjónusta

Regluleg endurnýjun smurolíu er ódýrasta og hagkvæmasta tryggingin fyrir góðri endingu bílvélar.

Varahlutasala

Við kappkostum að eiga alla algengustu varahluti á lager en sérpöntum einnig alla aðra varahluti frá birgjum okkar.